Stefán Ragnar Höskuldsson, grænlenska rokksveitin Sumé og Örvæntingarpistill Birnis Jóns#2
Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:
,,Ég vissi að ég vildi verða flautuleikari um leið og ég prófaði fyrst að spila á flautu 8 ára gamall. Frá þeim tíma varð flautan það eina sem komst að í mínu lífi," segir flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson. Hann hreppti fyrir helgi stöðu 1. flautuleikara við Berlínarfílharmóníuna, sem að margra mati er fremsta sinfóníuhljómsveit heims. Við hringjum til Chicago í upphafi þáttar og heyrum hljóðið í Stefáni Ragnari. Sviðshöfundurinn Birnir Jón Sigurðsson flytur okkur í dag annan pistil sinn í Örvæntingarpistlaröðinni Hvað varð um gæskuna? og við rifjum líka upp stórmerkilega heimildamynd um goðsagnakenndu grænlensku hljómsveit Sumé. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir