The Clock/Christian Marclay, ROR/Auga og hugleiðing um takt á degi dansins
Víðsjá - Un pódcast de RÚV

Categorías:
Nú á föstudaginn gefst áhugasömum kostur á að leggja leið sína í Listasafn Íslands og berja augum verk sem telst meðal merkustu listaverka 21. aldarinnar. The Clock (2010) eftir svissnesk-bandaríska listamanninn Christian Marclay hlaut gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og hefur síðan farið sigurför um heiminn. Vídeóverk Marclays er klippt saman úr mörg þúsund myndbrotum, sem hvert og eitt skírskotar til ákveðinnar tímasetningar og sem í réttri tímaröð spannar heilan sólarhring, mínútu fyrir mínútu. Tvær sólarhringssýningar verða á verkinu og sú fyrri hefst á föstudaginn kl 17. Víðsjá leit við í Listasafni Íslands í morgun og tók þar púlsinn á listamanninum. Við kynnum okkur líka nýlega hljómplötu úr smiðju tónlistarparsins Gyðu Valtýsdóttur og Úlfs Hanssonar, Auga, og rifjum upp hugleiðingu Aðalheiðar Halldórsdóttur um takt í tilefni af alþjóðlegum degi dansins.